Lögregla með aukið eftirlit um páska í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Stokkhólmi

Lögreglan verður með aukið eftirlit um allt land um páskana vegna hryðjuverkaárásarinnar í Stokkhólmi í síðustu viku. Eftirlit lögreglu felst í að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum eða óvenjulegum atburðum sem gæti verið merki um yfirvofandi stórfelld ofbeldisbrot. Þá verður sérsveitarmönnum á vakt fjölgað yfir hátíðina en rétt er að taka fram að lögregla segir engar upplýsingar liggi fyrir sem bendi til þess að hryðjuverkaárásir séu yfirvofandi hér á landi, eftirlitið sé einungis hefðbundið verklag sem virkjað er við aðstæður eins og nú séu uppi.

Athugasemdir

athugasemdir