Lögregla myndaði 39 hraðakstursbrot á Borgavegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti hraðaksturseftirliti við Borgaveg í Reykajvík í morgun þar sem hraðakstursbrot ökumanna voru mynduð. Á þeim tíma sem lögreglumenn voru við eftirlitið keyrðu 39 ökumenn af 200 ökumönnum sem óku leiðina of hratt eða 19%. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að meðalhraði þeirra ökumanna sem óku of hratt hafi verið um 63 km/klst en hámarkshraði á Borgavegi er 50 km/klst, en sá sem hraðast ók mældist á 84 kílómetra hraða. Ökumennirnir sem óku yfir hámarkshraða mega því búast við að innan tíðar berist þeim sektir vegna brotanna, auk þess sem einhverjir geti átt von á að brotin varði punktum í ökuferilskrá. Þess má geta að punktakerfi lögreglu gerir ráð fyrir því að þeir sem fá 12 punkta eða fleiri innan þriggja ára tímabils eru sviptir ökuréttindum í þrjá mánuði. Hins vegar gilda strangari reglur um þá sem eru handhafar bráðabirgðaökuskírteina en fái þeir 4 punkta eru þeir settir í ótímabundið akstursbann og fá ekki ökuleyfi á ný fyrr en þeir hafi setið sérstakt ökunámskeið sem miða að bættri hegðun byrjenda í umferðinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila