Lögregla sögð hafa farið offari í vegabréfamáli

Ingimar Skúli Sævarsson Framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri Manngildis segir áhlaup lögreglunnar á fyrirtækið í gær hafa verið frumhlaup af hálfu lögreglu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ingimars til fjölmiðla í dag. Ingimar segir meðal annars í yfirlýsingu sinni “ Um miðjan september fékk ég þær upplýsingar frá Þjóðskrá að skilríki eins erlends starfsmanns Manngildis þætti grunsamlegt og hefði lögreglu verið gert viðvart. Ég þrýsti á Þjóðskrá að ganga úr skugga um þetta, því ella gæti ég ekki haft manninn í vinnu og hann yrði að fara úr landi. Þann 19. september fékk Manngildi staðfestingu frá Þjóðskrá um að skráning þessa einstaklings og nokkurra annarra erlendra starfsmanna hefðu verið samþykktar. Af því mátti ráða að engar frekari athugasemdir hefðu verið gerðar við skilríkin.

Áhlaup lögreglu kom mjög á óvart

Ingimar segist hafa orðið afar hissa þegar lögreglan mætti í höfuðstöðvar Manngildis í þeim tilgangi að fara í handtökur og húsleit „ Engin ástæða var fyrir þessari fantalegu innrás sem olli skelfingu og vanlíðan íbúa og annarra gesta. Hvers vegna kallaði lögreglan viðkomandi einstaklinga ekki einfaldlega til yfirheyrslu á lögreglustöð eða sótti þá í vinnuna? Þurfti virkilega að kalla tugi lögreglumanna út á næturvakt í bófahasar til að skoða mál sem lá fyrir á skrifborði á lögreglustöðinni? Ljóst er að lögreglan vissi vel, eftir ábendingu Þjóðskrár í september, að skilríki eins eða fleiri útlendinga væru röng eða fölsuð. Hvers vegna gerði lögreglan ekkert í málinu þá og kallaði eftir skýringum? Þess í stað voru umsóknir um skráningu samþykktar, eins og til að leiða viðkomandi starfsmenn og vinnuveitanda í gildru. Lögreglan hefur farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu í þessu máli og mun ég fara fram á rannsókn á vinnubrögðum embættisins.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila