Lögreglan biður almenning að huga að forvörnum gegn innbrotum

loggubillnyrLögreglunni hafa á undanförnum vikum borist töluvert af tilkynningum um innbrot í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Af því tilefni vill lögreglan koma á framfæri þeim skilaboðum að fólk hugi vel að forvörnum gagnvart innbrotum, eins og að ganga úr skugga um að að allt sé tryggilega lokað og læst þegar farið er að heiman og láta nágranna fylgjast með mannaverðum verði því við komið. Þá er gott að hafa útiljós kveikt og jafnvel koma upp skipulagðri nágrannavörslu. Lögreglan vill einnig minna á þá gullnu reglu að hafa samband við lögreglu ef vart verður við grunsamlegar mannaferðir í íbúðahverfum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila