Engar vísbendingar við Hvaleyrarvatn

loggubillnyr-1Lögreglan var var send að Hvaleyrarvatni í kvöld að kanna ábendingar í máli Birnu Brjánsdóttur frá hópi fólks sem þar var samankominn. Ábendingin reyndist ekki á rökum reist. Hópurinn sem um ræðir tilheyrði ekki leitarflokkum á vegum björgunarsveita eða lögreglu. Fyrr í kvöld var grænlenska togaranum Polar Nanoq snúið við til Íslands vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu en búist er við því að hann komi til hafnar annað kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila