Lögreglan leitar upplýsinga um ferðamenn sem festu bifreið sína á Þingvöllum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna sem hugsanlega hafa upplýsingar um ferðamenn sem festu bifreið sína í brekkunni við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum í dag. Óskar lögreglan eftir því að ökumenn sem hugsanlega hafa tekið ferðamennina upp í að láta lögreglu vita í gegnum neyðarnúmerið 112 eða með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að taka fram að bifreið ferðamannanna sem sat föst er af gerðinni Hyundai i10 með númerið BR-X95.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila