Lögreglan lýsir eftir Breka Gunnarssyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Breka Gunnarssyni, 26 ára. Hann er 176 sm á hæð, dökkhærður með axlarsítt hár og brún augu. Breki er klæddur í brúnan leðurjakka og gula Timberlandskó, en að öðru leyti er ekki vitað um klæðaburð. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um ferðir Breka eða vita hvar hann er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila