Lögreglan lýsir eftir Heiðari Orra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðari Orra Þorleifssyni sem fæddur er 1986. Heiðar Orri er um 170 sm. á hæð, grannvaxinn með blá augu. Hann er krúnurakaður og með rautt skegg. Síðast sást til hans að morgni sunnudagsins 9 júlí í miðborg Reykjavíkur en þá var hann klæddur í svarta Adidaspeysu, bláar gallabuxur, bláa húfu og rauða og hvíta Reebok skó. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Heiðars Orra eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 444-1000.

Athugasemdir

athugasemdir