Lögreglan óskar eftir myndskeiðum af ofsaakstri

Karlmaður um fertugt var síðdegis í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir umferðarslys á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærmorgun. Maðurinn er grunaður um að hafa verið valdur að slysingu með glæfralegu aksturslagi en tíu bílar skemmdust í slysinu og var ökumaður eins þeirra fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Maðurinn, sem er í haldi lögreglu, ók svartri Suzuki Swift bifreið, en nokkrar tilkynningar um háskalegt aksturslag hans bárust lögreglu skömmu fyrir slysið.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum um bifreiðina, en þar er átt við myndskeið af ferð bílsins á Reykjanesbraut í aðdragana slyssins ef einhver kann að hafa slíkt undir höndum.
Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið rosa@lrh.is eða í síma 444 1000.
Einnig er tekið við ábendingum í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila