Lögreglumaður sakfelldur fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi

Lögreglumaður sem ákærður var fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi í fangageymslum lögreglunnar á Hverfisgötu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 60 daga fangelsi. Lögreglumaðurinn játaði sök að hluta en hafnaði því að áverkar sem fanginn hlaut hafi verið tilkomnir af hans völdum. Meðal sönnunargagna í málinu var myndbandsupptaka af atvikinu sem sýndi lögreglumanninn meðal annars skella höfði fangans harkalega í gólfið. Auk fangelsisrefsingarinnar var lögreglumaðurinn dæmdur til þess að greiða fanganum 400 þúsund krónur í bætur.

Athugasemdir

athugasemdir