Lögreglumanni vikið frá störfum

Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið af Héraðssaksóknara vegna gruns um brot hans í starfi hefur verið vikið frá störfum. Maðurinn er grunaður um að brotið af sér á síðasta ári með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu líkamlegu ofbeldi en myndbandsupptökur af atvikinu eru meðal sönnunargagna í málinu. Maðurinn starfaði við miðlæga rannsóknardeild en verði maðurinn dæmdur sekur getur það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni.

Athugasemdir

athugasemdir