Lögreglumönnum fækkar hratt í Stokkhólmi

Einn lögreglumaður á dag að meðaltali hefur hætt störfum á síðastliðnum tveimur árum í Stokkhólmi. Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum í dag. Þá segir að á undanförnum tveimur árum hafi um 1000 lögreglumenn hætt störfum í Stokkhólmi á sama tíma og lögregluyfirvöld halda því fram að þau hafi verið að bæta starfsemi lögreglunnar. Samhliða þessari þróun hefur meðalaukning á fólksfjölda í borginni verið um 46 einstaklingar á dag eða um 100.000 á árunum 2008 til ársins 2014. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum er fátt um svör hjá lögregluyfirvöldum í Stokkhólmi hvernig þau ætli að taka á þessari þróun og hefur lögreglustjórinn Dan Eliasson harðneitað að ræða við fjölmiðla vegna málsins.

Athugasemdir

athugasemdir