Loka þjóðveginum um Eldhraun vegna vatnsflaums

Þjóðveginum hefur verið lokað við Eldhraun, Vestan Holtsvegar og Kirkjubæjarklausturs vegna vatnselgs á veginum. Vatnið kemur til vegna Skaftárhlaupsins sem nú stendur yfir en er í rénun. Ökumönnum sem þurfa að fara þessa leið er bent á að hjáleið er um Meðallandsveg, en fara þurfi varlega um hjáleiðina því leiðin er erfið yfirverðar vegna ástands vegarins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila