Lýðháskóli tekur til starfa á Flateyri næsta haust

Um 30 manns sem unnið hafa í sjálfboðavinnu að því að koma á fót lýðháskóla á Flateyri að undanförnu búast við að skólinn geti hafið formlega starfsemi næsta haust. Háskólinn er óvenjulegur að því leyti að þar verði lögð áhersla á að kenna nemendum handbrögð í hinum ýmsu atvinnugreinum án þess að lögð sé áhersla á að ná gráðum eða einingum. Meðal þess sem kennt verður í skólanum eru fiskveiðar, harðfiskverkun, björgunarstörf, grjóthleðsla og ýmis konar listsköpun svo eitthvað sé nefnt. Nú þegar hefur framkvæmdastjórastaða við skólann verið auglýst en búist er við að allt að 25 störf muni skapast við opnum skólans, allt eftir verkefnastöðu á hverjum tíma, og þá er ljóst að afleidd störf verða talsvert fleiri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila