Lýðræðishreyfingin vill efla aðkomu almennings að stórum hagsmunamálum þjóðarinnar

Bjarni Jónsson meðstjórnandi Lýðræðishreyfingarinnar og Benedikt Lafleur formaður flokksins.

Lýðræðishreyfingin, nýstofnaður flokkur ætlar að standa vörð um náttúruauðlindir landsins og efla aðkomu almennings að stórum hagsmunamálum þjóðarinnar og vilja að landsmenn fái að kjósa um þau mál sem teljast brýnhagsmunamál almennings. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Benedikts Lafleur formanns Lýðræðishreyfingarinnar og Bjarna Jónssonar meðstjórnanda flokksins í síðdegisútvarpinu í dag en þeir voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Benedikt segir mjög mikilvægt að almenningur fái meira vald, það hafi sýnt sig til dæmis í orkupakkamálinu “ við verðum að átta okkur á því að það er þegar byrjað að selja Ísland, hér hafa til dæmis fjöldi jarða til dæmis verið seldar erlendum aðilum„,segir Benedikt. Þeir Bjarni og Benedikt segja stjórnmálamenn ekki hlusta nægilega mikið á vilja almennings og tími sé kominn til að snúa þeirri þróun við. Smelltu hér til þess að skoða Facebook síðu flokksins. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila