Lýst eftir Hafþóri Helgasyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hafþóri Helgasyni, 15 ára. Hafþór er 175 sm á hæð með ljóst, stutt ár og klæddur í svartan jakka og svartar buxur.  Síðast er vitað um ferðir Hafþórs í Kópavogi um tvöleytið í nótt, en hann kann enn fremur að hafa verið á ferðinni í Garðabæ eftir þann tíma. Hafþór hefur svarta vespu til umráða. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hafþórs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila