Macron er “SKÖMM Evrópu” – mótmæli Gulu vestanna 17. vikuna í röð

Daginn eftir alþjóðlega kvennadaginn héldu mótmæli Gulu vestanna áfram undir forystu kvenna gegn sitjandi stjórnmálaelítu Frakklands, aðallega forsetanum sjálfum Emmanuel Macron. Ganga laugardagsins í París hófst hjá Arc de Triomphe og lauk hjá Luxembourg Gardens. Á Paris Charles de Gaulle flugvellinum voru motmæli gegn einkavæðingu Aéroports de Paris. Yfirvöld Frakklands hafa hert aðgerðir gegn Gulvestingum bæði með nýjum lögum sem krefjast leyfi til mótmæla og áframhaldandi fyrrskipunum um notkun gúmmíkúlubyssa en margir Gulvestinga hafa slasast vegna slíkra skota. Blæs Macron á slíkt og segir Gulvestunga geta sjálfum sér um kennt: ”Hvarvetna sem ofbeldi er beitt þá vænti ég þess að lögreglan verji sig og almennt öryggi. Á meðan ég er forseti mun rétturinn til mótmæla og lög og regla verða virt”.  Þessi orð sagði hann í sjónvarpsumræðu en mörgum þykja þau vera hámark hræsninnar þar sem lögreglan hefur sætt gagnrýni fyrir ofnotkun valds. Segja Gulvestungar forsetann þurfa tafarlaust að víkja og á twitter er forseti Frakklands klassaður sem “SKÖMM Evrópu.” Sjá nánar hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila