Macron segir Breta hafa leitt Evrópu í gildru með Brexit og skapað “alvarlegasta ástand í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld”

Emanuel Macron

Í löngu bréfi til “íbúa Evrópu” sem birtist í 28 dagblöðum á 21 tungumáli í ríkjum ESB í gær ræðst Emanuel Macron í kosningabréfi vegna komandi ESB-kosninga harkalega á Breta. Kennir hann Bretum um að hafa logið eigin þjóð fulla og platað til að greiða atkvæði með Brexit sem hefur leitt Evrópu í gildru og muni eyðileggja alla Evrópu nema Bretar dragi úrsögn sína úr ESB til baka:

Hver sagði Bretum sannleikann um framtíðina eftir Brexit? Hver sagði að þeir myndu glata aðganginum að evrópska markaðinum? Hver talaði um að friðinum yrði stofnað í hættu á Írlandi ef gengið yrði til baka að gömlu landamærunum? Að hætta þáttöku á þjóðargrundvelli þýðir að henda hlutunum frá sér án þess að koma með lausn. Þessi gildra ógnar allri Evrópu.”
 
Undir fyrirsögninginni Endurnýjun Evrópu leggur Macron til hugmyndir um fjölgun stofnana ESB í þeim tilgangi að ráðast gegn og halda þjóðernisstefnu í skefjum svo “fleiri meðlimar fari ekki úr sambandinu vegna þjóðernisstefnu. Við getum ekki látið þjóðernissinna með engar lausnir misnota reiði fólks. Við getum ekki gengið í svefni að minnkandi Evrópu…evrópsk mannúðarstefna þarfnast aðgerða.”
Leggur Macron til stofnun nýrra stofnana ESB t.d. fyrir “vernd lýðræðisríkja” til að berjast gegn “falsfréttum, netárásum og að pólitískir flokkar geti starfað í ESB með erlendri fjármögnun”. Stofnun öryggisráðs fyrir innra öryggi ESB, stofnun Umhverfisbanka til að fjármagna umhverfismarkmið, verndarstofnun matvælaframleiðslu og ráðstefnu þar sem völdu “venjulegu fólki” verður boðin þáttaka til að halda opinberar sýningar á hvernig lýðræðið virkar í ESB.
Í Bretlandi benda Brexit-sinnar á að Macron gengur svo illa að stjórna heima fyrir að hann hafi ekkert annað að koma með en ráðast á lýðræðislega ákvörðun Breta. Macron sé með þessu að blanda sér í innanlandsátökin um útgöngu Breta til að hræða fólk frá að þora að standa við Brexit. Í Frakklandi hefur Macron verið kallaður Grýla (BOGEYMAN) af stuðningsmönnum Le Pen sem segja forsetann gjörsamlega hafa tapað stjórninni og geti ekkert annað en að hræða aðra. Sjá nánar hér og hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila