Maður myrtur í Svíþjóð fyrir að neita að fremja heiðursmorð

Fjörutíu og sex ára gamall karlmaður í Svíþjóð var fyrir skömmu myrtur af ættingja sínum fyrir að neita að fremja heiðursmorð gagnvart tveimur dætrum sínum. Dætur mannsins höfðu unnið það eitt sér til saka að hafa heilsað ungum drengjum með handarbandi og við það voru ættingjar þeirra ósáttir og kröfðust þess af föðurnum að myrða stúlkurnar til þess að halda uppi heiðri fjölskyldunnar. Faðir þeirra neitaði að láta undan þrýstingi ættingjanna sem endaði með því að maðurinn var stunginn margsinnis í hálsinn. Lögregla handtók í kjölfarið fimmtugan karlmann sem grunaður er um ódæðið en hann er tengdur manninum fjölskylduböndum og eru réttarhöld þegar hafin yfir honum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila