Maður slasaðist í handsprengjuárás í Svíþjóð

handsprengjaLögreglan í Malmö í Svíþjóð var kölluð út að íbúðarhverfinu Lindängen á mánudagskvöld vegna háværrar sprengingar. Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún særðan mann en hann hafði fengið í sig sprengjuflísar úr sprengjunni. Lögregla telur að flísarnar séu úr handsprengju en maðurinn sem særðist er ekki talinn vera sá sem bar ábyrgð á sprengingunni. Sænska lögreglan hefur kallað til alþjóðlega sprengjusérfræðinga til þess að rannsaka sprengjubrotin nánar. Þá fannst ósprungin handsprengja um hádegisbilið á mánudag, en henni hafði verið komið fyrir í pakka nálægt lögreglustöðinni í Stokkhólmi. Loka þurfti nálægri verslunarmiðstöð vegna málsins en mesta mildi þykir að sprengjan sprakk ekki þar sem mikill fjöldi fólks var á svæðinu þar sem hún fannst.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila