Mál gegn ríkinu vegna verðtryggðra neytendalána tekið fyrir í Héraðsdómi

Mál Hagsmunasamtaka heimilanna gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi miðvikudag, þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Í tilkynningunni segir meðal annars “ Eftir dóm EFTA dómstólsins árið 2014 um að brotið hefði verið á neytendum, kom Hæstiréttur Íslands sér undan því að úrskurða neytendum í vil með því að vísa ábyrgðinni yfir á Alþingi. Sá dómur gerði þó ekki annað en að tefja málið því hvort sem Hæstiréttur er ábyrgur fyrir brotinu eða Alþingi, hlýtur niðurstaðan að vera sú sama: Brotið var á neytendum og ríkið er ábyrgt á hvorn veginn sem er“. Þá segir jafnframt í tilkynningunni “ Að ríkið sé orðið skaðabótaskylt í staðinn fyrir bankana er ekki það sem stefnt var að í byrjun, fyrir allt of mörgum árum síðan, þegar málið var höfðað gegn lánveitanda, en fyrst svo er komið má ekki selja bankana frá ríkinu fyrr en búið er að gera þetta mál upp við lántakendur. Þegar niðurstaða er komin í þetta stærsta hagsmunamál íslenskra heimila, gerum við ráð fyrir að verðtrygging á lánum heimilanna verði afnumin á Íslandi þannig að láns- og vaxtakjör verði hér sambærileg og í þeim löndum sem við miðum okkur almennt við.“. Lesa má nánar um málið hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila