Mannekla og fjársvelti eykur líkur á mistökum hjá lögreglu

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna.

Mistök í starfi lögreglumanna er hugsanlega hægt að rekja að einhverju leyti til þess að í áraraðir hefur mannekla og fjársvelti þjakað lögregluna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Snorra Magnússonar formanni Landssambands lögreglumanna í morgunútvarpinu í morgun, en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Hann segir að sökum manneklu aukist pressan á lögreglu sem geti valdið því að mistök verði í úrvinnslu mála “ ég vona að svo sé ekki en það er gríðarleg pressa og álagið ómanneskjulegt og búið að vera um langa hríð„,segir Snorri. Þá bendir Snorri einnig á að einnig af sömu ástæðum séu ýmis mál að fyrnast á borði lögreglu “ sakir fólks eru að fyrnast af því að það er ekki hægt að klára málin á tilsettum tíma„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila