Manning sleppt úr haldi í dag

Chelsea Manning sem áður hét Bradley Manning verður sleppt úr fangelsi í dag eftir að hafa setið inni í sjö ár fyrir að hafa lekið miklu magni upplýsinga frá bandaríkjaher til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Upphaflega dæmdi herdómstóll Manning í 35 ára fangelsi fyrir gagnalekann en á síðustu dögum Barack Obama í embætti ákvað hann að gefa Manning upp sakir og tekur ákvörðun hans formlega gildi í dag.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila