Manninum sem grunaður er um tilraun til manndráps sleppt úr haldi

Manni sem grunaður er um tilraun til manndráps hefur verið sleppt úr haldi. Hæstiréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum og því hefur honum verið sleppt. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotinn er grunaður um að hafa veist að unnustu sinni síðastliðna helgi og hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að konan missti meðvitund. Þá hefur maðurinn komið áður við sögu lögreglu vegna ofbeldismáls gagnvart sömu konunni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila