Margir eldri borgarar án lyfja og matar vegna bágra kjara

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur og pistlahöfundur.

Eldri borgarar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun sem miðar að því að skora á stjórnvöld að hækka lífeyristekjur eldri borgara. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björgvins Guðmundssonar viðskiptafræðings og pistlahöfundar í þættir Markúsar Þórhallssonar en Björgvin hefur um langt árabil hefur barist fyrir réttindum eldri borgara. Björgvin segir aðstæður þeirra verst settu eldri borgara vera hreint skelfilegar „ þeir sem eru á lægstu lífeyristekjunum sem eru 204 þúsund eftir skatt eiga ekki fyrir lyfjum og einnig eru dæmi um að síðustu daga mánaðarins eigi þeir ekki fyrir mat og þá leita þeir til ættingja og hjálparstofnana„,segir Björgvin. Smelltu hér til þess að skrifa undir undirskriftasöfnunina. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila