Meðalaldur íslenska flotans að meðaltali 30 ár

Skip íslenska flotans eru flest komin til ára sinna og hefur lítil endurnýjun átt sér stað á undanförnum árum. Endurnýjunin hefur raunar verið svo lítil að hún hefur ekki náð að hífa upp meðalaldurinn heldur hefur hann þvert á móti verið á hraðri niðurleið undanfarin ár. Nú horfir hins vegar til betri tíma því það er mat stjórnenda stærri útgerðarfyrirtækja að nú sé svigrúm til fjárfestinga og hafa mörg útgerðarfélög þegar gert samninga um smíði nýrra skipa sem verða búin hátæknibúnaði til veiða og vinnslu. Fjárfestingarnar ná þó ekki til smærri aðila þar sem lítið svigrúm hefur myndast fyrir minni útgerðir og er lítið útlit fyrir að það komi til með að breytast á næstunni þar sem samkeppninsstaða í greininni sé erfið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila