Meirihluti vill að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB

Haraldur Ólafsson.

Meirihluti Íslendinga vill að Ísland verði undanþegið orkulöggjöf ESB. Þetta kemur fram í könnun sem Maskína framkvæmdi að beiðni Heimssýnar. Þá kom fram í könnuninn að um 53% þeirra sem tóku afstöðu myndu vilja að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um afgreiðslu þriðja orkupakkans. Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag en þar greindi Haraldur nánar frá niðurstöðum könnunarinnar. Þar má til dæmis sjá að talsverður fjöldi þeirra sem kjósa Samfylkinguna eru andvígir þriðja orkupakkanum „ það sýnir kannski að menn eru ekki tilbúnir að kyngja öllu þegjandi sem kemur frá Evrópusambandinu„sagði Haraldur. Þá fór Haraldur yfir afstöðu kjósenda annara flokka til málsins en hlusta má á greiningu Haraldar í spilaranum hér að neðan. Þá má skoða könnunina sjálfa með því að smella á hlekk hér neðar í fréttinni.

Könnun Maskínu

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila