„Menn ættu að hætta að amast við bílaeign borgarbúa“

Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur.

Mikilvægt er að hafa allar gerðir umferðar í huga þegar kemur að skipulagi borgarinnar og taka tillit til ólíkra þarfa borgarbúa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Jóns Bragasonar sanfræðings og lögfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Björn segir umræðuna um samgöngumál vera of einhæfa og of mikið sé einblínt á reiðjólaumferð og almenningssamgöngur “ þorri fólks vill bara vera á sínum bíl og menn ættu að hætta að amast við því, ég held reyndar að það sé einkenni á stjórnlyndum stjórnmálamönnum alls staðar að þeir munu amast við því alls staðar að fólk eigi bíl vegna þess að það gerir fólki kleift að stjórna ferðum sínum„,segir Björn Jón.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila