„Menn eru bannfærðir eins og þeir séu með andlega berkla“

Guðmundur Kjartansson hagfræðingur.

Guðmundur Kjartansson hagfræðingur segir ljóst að viss hluti fólks í samfélaginu geti ekki unað öðrum að tjá sig frjálst um ákveðin viðkvæm málefni og séu tilbúnir til þess að ganga mjög langt til þess að þagga þær niður. Guðmundur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun nefnir sem dæmi tilræðið við Robert Spencer en eins og kunnugt er var honum byrlað ólyfjan á veitingastað eftir að hafa haldið fyrirlestur á Grand hotel. Þá sé reynt að grafa undan mönnum með ýmsum öðrum hætt eins og að fá þá rekna úr vinnu fyrir skoðanir sínar “ menn eru bannfærðir eins og þeir séu með andlega berkla, og fá ekki áheyrn hjá hinum háu herrum og fá ekki samtöl um alvarleg mál, þetta er bara nákvæmlega eins og ástandið var hér þegar íslensk stjórnvöld voru að vísa héðan gyðingafjölskyldum á árunum í kringum 1940„,segir Guðmundur.

Athugasemdir

athugasemdir