Meta forsendur fyrir stofnun miðhálendisþjóðgarðs

halendiNefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðherra, sem hefur verið skipuð verður falið að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. Nefndin á að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu er varðar nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis og auðlindamálaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir einnig að markmiðið með starfi nefndarinnar er að forsendurnar verði kannaðar með það í huga hvort stofnun slíks þjóðgarðs sé möguleg með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða annars konar fyrirkomulagi. Þá er hlutverk nefndarinnar einnig að greina og kortleggja svæðið innan svokallaðrar miðhálendislínu á heildstæðan hátt. Þar sé um að ræða landsvæði vegna verndar og nýtingar, náttúruverðmæti, þjóðlendur, helstu hagsmuni og hvernig þeir fari saman við hugmyndir um hugsanlegan miðhálendisþjóðgarð auk valkosta varðandi mögulegt stjórnfyrirkomulag slíks þjóðgarðs.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila