Miðflokkurinn birtir málefnaályktanir landsþings flokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á landsþinginu.

Miðflokkurinn hefur birt þær málefnaályktanir sem samþykktar voru á nýafstöðnu landsþingi flokksins. Í ályktun flokksins um fjár og efnahagsmál segir meðal annars að það sé forgangsatriði að efla traust og tiltrú almennings á fjármálakerfinu og þá vill flokkurinn að sett verði þak á vexti af nýjum verðtryggðum lánum þar til verðtrygging verði aflögð á neytendalánum. Í löggæslumálum vill flokkurinn að fjárframlög til málaflokksins verði stóraukin svo hægt sé að halda úti viðunandi löggæslu og tryggja öryggi borgaranna. Í málefnum aldraðra vill flokkurinn meðal annars afnema tekjuskerðingar af öllum tekjum undir 350.000 og koma á sveigjanlegum starfslokum. Fjölmargar aðrar ályktanir er að finna á vefsíðu flokksins en þær má skoða með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila