Mikið kal í túnum víða um land

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Heyannir bænda eru í hámarki þessa dagana

Bændur víða um land hafa orðið fyrir talsverðu tjóni vegna kals í túnum en ekki er hægt að meta tjónið að fullu fyrr en slætti lýkur. Nokkuð ljóst þykir að þó nokkrir bændur munu þurfa að sækja um bætur úr bjargráðasjóði vegna tjónsins þar sem fyrir liggur að einhverjir þeirra munu þurfa að kaupa hey annars staðar frá til þess að bæta upp það sem upp á vantar. Þá hafa langvarandi þurrkar í nánast öllum landshlutum sett enn meira strik í reikninginn. Allur gangur virðist þó á þeirri heyuppskeru sem þegar hefur verið slegin, allt frá því að vera ákaflega rýr að ásættanlegri uppskeru. Hvergi nær hún þó að vera yfir meðallagi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila