Mikil framleiðsluaukning hjá Arnarlaxi

Mikil framleiðsluaukning hefur orðið Hjá Arnarlaxi á Bíldudal frá því framleiðsla hófst hjá fyrirtækinu en daglega eru framleidd tugir tonna af laxi, aðallega til útflutnings. Í síðustu viku var slegið met í framleiðslu fyrirtækisins þegar á einum degi fóru úr húsi 65 tonn af laxi eða sem samsvarar um 227.000 matarskömmtum, en verðmætið er um 55 milljónir. Mikill uppgangur hefur verið í laxeldi á þessum slóðum og ekkert lát virðist vera á enda er íslenskur sjókvíalax talinn vera mikil lúxusvara. Nú er svo komið að bátarnir sem sækja fiskinn í kvíarnar anna ekki verkefnum og því fyrirséð að bæta þurfi við flotann en alls eru um 250 – 300 tonn eru framleidd í viku hverri hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir

athugasemdir