Mikil spenna í Bandaríkjunum vegna þingkosninganna

Mikill spenna og eftirvænting ríkir nú í Bandaríkjunum vegna þingkosninganna sem fram fara í dag. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir spennuna aðallega snúast um utankjörfundaratkvæðin “ það eru helmingi fleiri utankjörfundaratkvæði en þegar kosið var síðast og menn hafa auðvitað enga hugmynd um hvernig þau skiptast og því er þetta mjög spennandi„,segir Guðmundur. Eins og kunnugt er hefur kosningabaráttan verið afar litrík á köflum en í þættinum greindi Guðmundur frá bakgrunni hina ýmsu frambjóðanda og hvernig kosningarnar hafa gengið fyrir sig. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila