Mikil stemning í Moskvu

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Mikil og góð stemning er nú í Moskvu þar sem HM í knattspyrnu hefst formlega í dag.
Haukur Hauksson fréttamaður sem var í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í dag segir mikla öryggisgæslu vera viðhafða, það sé rússum í blóð borið og þeir vel agaðir þegar kemur að öryggismálum, enda ekki vanþörf á „lögreglan er búin að girða af hér hótel vegna sprrengjuhótunar sem barst og nú er verið að kanna málið nánar“, segir Haukur.

Hann segir ákveðinn skugga þó vera yfir þessari miklu hátíð, en þau snúi að sniðgöngu íslenskra ráðamanna gagnvart HM „þetta er mikil skammsýni, við eigum auðvitað að sýna að við séum sjálfstæð og sjálfráða þjóð, þetta eru mjög vanhugsaðar aðgerðir“, segir Haukur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila