Mikill uppgangur í laxeldi í Dýrafirði

Umhverfisstofnun hefur að undanförnu unnið að tillögu starfsleyfisumsóknar fyrirtækisins Arctic Sea Farm þar sem gert er ráð fyrir tvöföldun framleiðslu fyrirtækisins á eldislaxi. Fyrirtækið hefur þegar starfsleyfi fyrir um 2000 tonna framleiðslu og því fer framleiðslan upp í 4000 tonn þegar fullri framleiðslugetu er náð. Ræktunin fer fram í sjókvíum í á þremur stöðum í firðinum en gert er ráð fyrir því í starfsleyfinu að einungis fari fram eldi í tveimur kynslóðaskiptum kvíum í einu í hverri eldislotu og eitt svæði sé þá autt í sex til átta mánuði í senn. Eins og hjá flestum eldisfyrirtækjum fer stærstur hluti framleiðslunnar á erlendan markað.

Athugasemdir

athugasemdir