Mikill viðbúnaður í Karíbahafi vegna fellibyls

Mikill viðbúnaður er á öllum eyjum í Karíbahafi vegna fellibylsins Irmu sem þar gengur nú yfir eyjaklasann. Nú þegar hefur orðið mikið tjón vegna fellibylsins sem er sá öflugasti sem vitað er um hingað til en styrkur hans mælist á kvarðanum 6 sem er hæsti kvarði sem til er yfir fellibylji. Mesti vindhraði sem mælst hefur í fellibylnum er um 300 kílómetrar á klukkustund eða 84 metrar á sekúndu. Búist er við að fellibylurinn nái landi á Puerto Rico innan tíðar en íbúar á svæðinu hafa verið hvattir til þess að leita skjóls í kjöllurum húsa sinna og búast við hinu versta.

Athugasemdir

athugasemdir