Mikilvægara að tryggja fólki betri réttindi í stað þess að setja lög um netið

smarimccarthyfretta2Smári McCarthy oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir mikilvægara að tryggja réttindi borgaranna gagnvart netinu fremur en setja lög sem varða internetið. Smári sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag bendir á að nýleg dæmi sýni fram á að lagasetning um netið virki illa „ til dæmis eru lög í Bandaríkjunum sem segja að enginn þjónustuveitandi í Bandaríkjunum má leyfa einstaklingum yngri en 13 ára að nota netþjónustu, en hversu margir ætli þeir séu sem eru undir aldri og nota netþjónustur?, það er engin leið til þess að fylgjast með þessu, þannig að svona bönn eru kannski ekki líkleg til þess að virka í reynd„,segir Smári.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila