Mikilvægt að auka stuðning við þá nemendur sem á þurfa að halda

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins og sálfræðingur.

Mjög mikilvægt er að koma til móts við þá nemendur sem finnast þeir ekki passa inn í þann hóp sem þeir eru með í grunnskóla og eiga það til að einangra sig frá öðrum nemendum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins og sálfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Kolbrún sagði dæmin um líðan sumra barna afar sláandi ” ég veit dæmi um barn sem faldi sig inn á salerni skólans í frímínútum af því það hafði lent í einhverju atviki einu sinni og fannst því ekki eiga heima innan um aðra nemendur, svo bara beið það þarna þar til bjallan hringdi og fór þá aftur inn í tíma í skólastofunni“,segir Kolbrún.  Hún segir að þetta megi laga með því til dæmis að fjölga sálfræðingum innan grunnskólanna og segir að einn sálfræðingur gæti sinnt um tveimur skólum, og hefði viku viðdvöl í hverjum skóla í senn. Þá ræddi Kolbrún einnig húsnæðismálin í borginni og segir að flokkurinn setji þau mál í algjöran forgang, og bendir á að stefna flokksins í borginni sé í raun afar einföld, að fólkið og það sem snertir það beint eigi alltaf að vera í forgangi. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila