Mikilvægt að skólar setji fram bóklestur sem skemmilega afþreyingu

Kristján Jóhann Jónsson.

Það er afar mikilvægt að bóklestur sé settur fram fyrir börn á þann hátt að bóklestur sé skemmtileg afþreying, ekki síður en tölvur og það sem þær hafa upp á að bjóða. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristjáns Jóhanns Jónssonar dósents á menntavísindasviði Háskóla Íslands í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Kristján segir að einnig sé mikilvægt að samstarf sé á milli foreldra og skólanna um að halda að börnum bóklestri með markvissum hætti, og gæti þess að börnin eigi alltaf einhverja stund með góða bók í hönd og lesi sér til gamans, með því aukist áhugi barna á lestri, auk þess sem það kemur til góða þegar kemur að því að viðhalda tungumálinu. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila