Mikilvægt að smella aldrei á hlekki sem hafa vafasamt yfirbragð

Ólafur Kristjánsson kerfisfræðingur.

Mikilvægast er að smella aldrei á hlekki sem hafa vafasamt yfirbragð og gæta þess að uppfæra hugbúnað til þess að verjast tölvuárásum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ólafs Kristjánssonar kerfisfræðings í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Ólafur segir að ef fólk verði fyrir því að gögn í tölvum þeirra séu tekin í gíslingu eins og skæður vírus sem nú gengur yfir á heimsvísu geri, eigi fólk að leita til sérfræðinga “ sumir freistast til þess að greiða gjaldið sem forritip krefst en ég ræð mönnum frekar að leita með tölvuna til viðgerðaraðila sem hefur þekkingu„.segir Ólafur.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir