Mikilvægt að tala um hinstu stundina við makann

Hulda Guðmundsdóttir formaður Nýrrar Dögunar samtaka um sorg og sorgarviðbrögð.

Mikilvægt er að hjón og pör ræði dauðann sín á milli og undirbúi sig fyrir að dauðinn geti bankað upp á hvenær sem er á lífsleiðinni, svo sá sem eftir situr geti verið betur í stakk búinn til þess að takast á við sorgina. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Huldu Guðmundsdóttur formanns Nýrrar Dögunar samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Hulda segir að sorgin geti stundum orðið svo sterk að þeir sem syrgi hreinlega einangrist og til séu jafnvel þau tilfelli þar sem fólk hafi dáið úr sorg, því séu samtök eins og Ný Dögun mikilvæg þar sem þeir sem telja sig þurfa stuðning geta leitað ” það er ekkert sértækt stuðningsnet hér á Íslandi og því þurfum við einhvern vegin að reyna að þétta þetta net“,segir Hulda. Hún segir að þegar fólk leiti til samtakanna finni fólk að það standi eitt í sorginni og að stuðningurinn sem það fái sé gríðarlega mikilvægur til að takast á við daglegt líf eftir missinn, því jafnvel litlir hlutir sem hafi tilheyrt hinum látna eða jafnvel matur sem viðkomandi þótti góður geti vakið upp sorgarviðbrögð. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir