Mikilvægt að tekið verði á húsnæðisvandanum

Baldur Borgþórsson sem skipar 2.sæti Miðflokksins í Reykjavík og Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík.

Frambjóðendur Miðflokksins og Pírata eru sammála um að húsnæðisvandinn sé gríðarlega alvarlegur en eru þó ekki sammála um hvaða leiðir eigi að fara til þess að takast á við hann. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dóru Bjartrar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í Reykjavík og Baldurs Borgþórssonar sem skipar 2.sæti Miðflokksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en þau voru gestir Péturs Gunnlaugssonar. Dóra segir lóðaúthlutun ekki vera forsendu þess að leysa vandann og telur farsælla að þétta byggð, en hún segir það óvirðingu við efnaminna fólk að setja það í úthverfin þar sem samgöngur eru oft erfiðar. Baldur bendir á að núverandi meirihluti beri ábyrgð því ástandi sem skapast hafi á húsnæðismarkaðnum og ráðast þurfi strax í framkvæmdir til þess að leysa úr vandanum, en Baldur bendir á nóg sé til af vinnuafli til þess að ráðast í verkefnið og vel væri hægt að reisa heilu hverfin á örfáum mánuðum Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila