Mikilvægt að vita hvar frambjóðendur til embættis forseta ASÍ standa í grundvallarmálum

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Það er mikilvægt að þeir sem bjóða sig fram til forseta ASÍ geri grein fyrir því hvar þeir standa í þeim grundvallarmálum sem forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur lagt áherslu á. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formann Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Vilhjálmur segir að sem dæmi þurfi frambjóðendur að tala skýrt þegar kemur að afstöðu til verðtryggingar, skattlagningu lægstu launa og einnig afstöðu þeirra til húsnæðismála. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila