Mikilvægt kenna börnum að varast hætturnar á netinu

ottargudmundsÓttar Guðmundsson geðlæknir segir lítið annað til ráða gagnvart þeim sem reyna að tæla börn á netinu en að kenna börnunum að varast þær hættur sem fylgja því að vera í samskiptum við aðra á þeim vettvangi. Óttar sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu í vikunni segir að sem dæmi sé hægt að kenna börnum það að treysta ekki hverjum sem er og varast náin samskipti í netsamskiptum, en þó taki ekki allir slík varnaðarorð alvarlega „ eins og bara þetta þegar krakkar eru að senda af sér í netinu eða í símanum sem er auðvitað sami miðillinn nektarmyndir, brjóstamyndir og allt mögulegt en síðan vakna þær upp við vondan draum að þetta er allt í einu orðin einhver viðskiptavara á netinu og þetta komið út um allt, en auðvitað er búið að segja þeim og þær vita að þetta er eitthvað sem er mjög hættulegt og eitthvað sem maður á ekki að gera, vegna þess að þetta getur lent á einhverjum klámsíðum sem það gerir oft og iðulega„,segir Óttar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila