Miklar öryggisráðstafanir við embættistöku Donald Trump

Republican presidential candidate Donald Trump speaks to supporters as he takes the stage for a campaign event in Dallas, Monday, Sept. 14, 2015. (AP Photo/LM Otero)

Gerðar eru miklar öryggisráðstafanir við embættistöku Donald Trump sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20.janúar næstkomandi. Þá hefur verið lagt blátt bann við að bera ýmsa muni með sér við athöfnina, eins og t,d bakpoka, áfengi, leikfangabyssur og dróna. Yfirvöld óttast að hryðjuverkasamtökin ISIS kunni að hafa í hyggju að gera hryðjuverkaárás á svæðinu meðan ahöfninni stendur og því er engin áhætta tekin. Þá er búist við því að einhverjir hópar muni koma á svæðið til að mótmæla embættistökunni en til þess að tryggja öryggi á svæðinu er engum mótmælendum hleypt inn á svæðið sem ekki hafa skráð sig sérstaklega.

Athugasemdir

athugasemdir