Míla eyðilagði sendi Útvarps Sögu

Sendir Útvarps Sögu á höfuðborgarsvæðinu eyðilagðist í morgun vegna framkvæmda fjarskiptafyrirtækisins Mílu á RÚV reitnum svokallaða. Klippt var á streng á svæðinu sem orsakaði að skammhlaup hljóp í sendinn með þeim afleiðingum að hann eyðilagðist.  Af þeim sökum eru útsendingar stöðvarinnar slitróttar í mono  útvarpstækjum víða um landið en unnið er að viðgerð og eru útsendingar stöðvarinnar keyrðar út á varasendi þessa stundina.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila