Minjastofnun veitir styrk vegna viðgerða á Akureyrarkirkju eftir skemmdarverk

Minjastofnun hefur úthlutað 2,5 milljónum til viðgerða á Akureyrarkirkju, en skipta þarf út steinklæðningu á kirkjunni eftir skemmdarverk sem unnin voru á kirkjunni í janúar í fyrra.  Ljóst er þó að styrkurinn nær þó ekki að brúa heildarviðgerðir á kirkjunni vegna skemmdanna en talið er að kostnaður vegna viðgerðanna nemi um 13 milljónum króna. Þá er tjónið sem skemmdarvargurinn olli ekki upptalið því flestar kirkjur í bænum urðu fyrir barðinu á skemmdarvargnum og er talið að heildartjónið nemi allt að 150 milljónum. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju kveðst þakklát fyrir þann styrk sem úthlutað var þó sótt hafi verið um fyrir allri viðgerðinni, og því ljóst að leitað verður að fjármagni annars staðar þar til tiltekinni upphæð hefur verið náð. Enn má sjá þær áletranir sem spreyjaðar voru á Akureyrarkirkju þrátt fyrir að reynt hafi verið að afmá þær eins og hægt var.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila