Minni verðlækkun til bænda hjá SS en öðrum sláturleyfishöfum

Hagstæðast er fyrir bændur að flytja fé sitt til slátrunar hjá Sláturfélagi Suðurlands. Þetta má sjá í nýrri verðskrá SS sem kom út í vikunni. Í verðskránni kemur fram að Sláturfélagið borgar hæsta verðið fyrir fé á fæti sé miðað við aðra sláturleyfishafa en að meðaltali er verð til bænda um fimm prósentum hærra en hjá öðrum sláturhúsum. Eins og kunnugt er gera bændur ráð fyrir því að tekjur þeirra skerðist verulega vegna mikils magns kindakjötsbirgða í landinu og því má gera ráð fyrir að bændur leiti til þeirra sláturhúsa sem greiða hæst verð fyrir fé á fæti. Ekki er ljóst hvort beiðnum um innlagnir afurða hjá Sláturfélagi Suðurlands hafi fjölgað en búast má þó við einhverri fjölgun beiðna.

Athugasemdir

athugasemdir