Misjöfn viðbrögð þingmanna við nýrri ríkisstjórn

thingsalurinn12Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru sammála um að ætla veita nýrri ríkisstjórn öflugt en að sama skapi málefnalegt aðhald á þingi á þessu kjörtímabili. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar við Lilju Rafney Magnúsdóttur þingmann Vinstri grænna og Þórunni Egilsdóttur þingmann Framsóknarflokks. Sagði Lilja í þættinum að hún hefði ekki mikla trú á ríkisstjórninni og sagði hana í raun vera ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, en Þórunn var ekki eins svartsýn, til að mynda væri hún ánægð með yfirlýsingar tveggja ráðherra stjórnarinnar, Óttars Proppé um að nú yrði sett kapp í uppbyggingu nýs Landspítala og Jóns Gunnarssonar um að Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Þá var Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðis tekinn tali í þættinum og sagðist hann vera bjartsýnn á verkefnin framundan “ við erum að taka við mjög góðu búi„,sagði Ásmundur.Þátturinn verður endurfluttur kl.22:00 í kvöld.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila